Fuzz Frisbígolfverslun býður upp á frisbígolfnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Námskeiðin eru sett upp með byrjendur og lengra komna í huga, þannig að sem flestir fái eitthvað út úr námskeiðinu.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem vilja bæta tæknina í köstunum sínum, ná betri árangri á vellinum og að sjálfsögðu að lækka skorið 🙂
Leiðbeinendur eru í hópi fremstu frisbígolf-spilara hérlendis og hafa t.d. keppt utan landssteinanna sem fulltrúar Íslands á stórum mótum.
Tvenns konar námskeið eru í boði, fyrir fullorðna (14 ára og eldri) og fyrir börn (13 ára og yngri).
Námskeiðsgjaldi er haldið í lágmarki og má gera ráð fyrir að námskeiðin taki u.þ.b. 50-60 mínútur.
Ef þú vilt fá ábendingu um næsta frisbígolfnámskeið er hægt að skrá áhuga hér fyrir neðan og við höfum samband þegar tímasetning á námskeiði hefur verið ákveðin.