Trilogy Challenge – Reykjavík 2018

Fuzz Frisbígolfverslun í samstarfi við Domino’s heldur Trilogy Challenge – Reykjavík 2018, laugardaginn 26. maí í Grafarholti.
Spilaðar verða 2×9 holur með breyttum teigum að hluta.
Að fyrri hring loknum verða léttar veitingar í boði Domino’s, áður en seinni 9 holurnar eru spilaðar.

Á mótinu verða þrír* flokkar:
A-flokkur karla (einstaklingskeppni).
A-flokkur kvenna (einstaklingskeppni).
B-flokkur (spilar Texas Scramble, 2 saman í liði og betra kastið notað).
*Ef næg þáttaka næst, þá verður barnaflokkur (lágmark 4 keppendur – einstaklingskeppni)

Skráningargjaldið er 6.000 kr. fyrir hvern spilara, en innifalið í því eru 3 PDGA-samþykktir diskar, mini marker, stuttermabolur og auðvitað léttar veitingar frá Domino’s.
Spilarar fá þann heiður að vera meðal þeirra allra fyrstu í heiminum til að eignast þessa diska, en diskarnir fara ekki í sölu á almennum markaði fyrr en í lok septembermánaðar.
Þessa diska þurfa spilarar að nota á mótinu og ekki er leyfilegt að nota aðra diska en þá sem spilari fær afhenta á mótsstað.

  • Driver: Latitude 64° – Opto Musket
    •  Speed: 10 | Glide: 5 | Turn: -0.5 | Fade: 2
  • Midrange: Dynamic Discs – Lucid Patrol
    •  Speed: 5 | Glide: 5 | Turn: -3 | Fade: 1
  • Pútter: Westside Discs – Origio Burst Maiden
    • Speed: 3 | Glide: 4 | Turn: 0 | Fade: 1
  • Trilogy Burst mini-marker
  • Trilogy stuttermabolur (stærðir: S-3XL)
  • Skorkort og blýantur

VERÐLAUN

Sigurvegarar í A-flokki:

  • Sérstakur Trilogy Challenge verðlaunadiskur
  • Trooper bakpoki frá Dynamic Discs
  • 4x diskar frá Trilogy
  • Stálbrúsi frá Latitude 64° (sem heldur heitu eða köldu)
  • Diska-handklæði

Sigurliðið í B-flokki:

  • Pro Bag töskur frá Latitude 64°
  • Diskar frá Trilogy
  • Vatnsbrúsar fá Latitude 64°

Vinnur þú Marksman púttæfingakörfu frá Dynamic Discs?


Að móti loknu verður einföld og skemmtileg áskorun þar sem allir keppendur fá eina tilraun til að ná ás á Marksman-körfu og geta þannig átt möguleika á að vinna körfuna.
Farið verður betur yfir leikreglurnar á mótsstað.

Við hvetjum þátttakendur eindregið til að fylgjast með tilkynningum varðandi mótið á Facebook viðburði mótsins.

ATH – Skráningu Er lokið, en mögulegt er að skrá sig á biðlista með því að senda tölvupóst á fuzz@fuzz.is

Diskum og aukahlutum verður útdeilt á mótsdegi frá kl. 10, í þeirri röð sem spilarar greiða skráningargjaldið. Þannig geta spilarar aðeins fengið tilfinningu fyrir diskunum áður en keppnin hefst kl 11:00.

Birt með fyrirvara um breytingar.