Dynamic Discs – Trooper (bakpoki)

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Dynamic Discs Trooper Bakpoki

Trooper bakpokinn frá Dynamic Discs og OGIO töskuframleiðandanum, er vandaður, nettur og vel hannaður bakpoki! Bakpokinn hentar þeim spilurum sem vilja góðan bakpoka sem er á viðráðanlegu verði. Hægt er að koma 18 eða fleiri diskum í aðalhólf bakpokans ásamt allt að 4 pútterum í efsta hólfið. Stór og rúmgóður vasi er fyrir vatnsflöskur eða önnur drykkjarílát og hægt að þrengja vasann að minni flöskum með herslubandi. Á bakpokanum má einnig finna minni hólf og vasa, sem hægt er að setja síma, veski, lykla og aðra smáhluti í. Þetta er hinn fullkomni bakpoki fyrir þá spilara sem vilja nettan, léttan og slitsterkan diskabakpoka á góðu verði.

Helstu eiginleikar:

  • Hannaður til að halda þyngdarpunktinum sem lægstum fyrir aukinn stöðugleika
  • Bólstraðar axlarólar fyrir aukin þægindi
  • Stórt aðalhólf sem hægt er að geyma yfir 18 diska í
  • Efra hólf getur geymt allt að 4 pútterum
  • Tveir ytri vasar fyrir lykla, veski, síma og aðra smáhluti.
  • Sérstyrkt handfang að ofanverðu til að auðvelda burð
  • Þrengjanlegur vasi fyrir drykkjarílát af ýmsum stærðum
  • Bönd á rennilásum til að auðvelda opnun og lokun
  • Lokið á aðalhólfi bakpokans er hægt að festa með frönskum rennilás, þannig að bakpokinn haldist opinn og aðgengi að diskum sé óhindrað

ATH – Diskar og vatnsflaska á myndum fylgja því miður ekki með bakpokanum 🙂

Það eru engar umsagnir til að sýna