Frisbígolf startpakki

5.000 kr.

Glæsilegur startpakki sem inniheldur allt sem þarf til að byrja að spila frisbígolf.

Á lager

Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Alvöru startpakki fyrir þá kröfuhörðu. Pakkinn inniheldur allt sem þarf til að spila frisbígolf, driver, midrange og pútter. Pakkinn samanstendur af þremur vinsælum diskum frá Latitude 64° sem henta öllum spilurum, bæði vönum og óvönum.

Frisbígolf startpakkinn inniheldur:

 • Latitude 64° Retro Burst Saint (Driver)
 • Latitude 64° Retro Burst Fuse (Midrange)
 • Latitude 64° Retro Burst Keystone (Putter)

Latitude 64° Saint er stable control driver sem hentar þeim sem vilja góða stjórn á flugi disksins. Diskurinn svífur vel og hentar því bæði byrjendum sem og lengra komnum.

 • Hraði (Speed): 9.0
 • Svif (Glide): 7.0
 • Beygja (Turn): -1.0
 • Lokasvif (Fade): 2.0

Latitude 64° Fuse er understable midrange diskur sem beygir örlítið í flugi og svífur vel. Þessi diskur hentar öllum sem þurfa nákvæmni í köstin hjá sér.

 • Hraði (Speed): 5.0
 • Svif (Glide): 6.0
 • Beygja (Turn): -2.0
 • Svif (Fade): 1.0

Latitude 64° Keystone er áreiðanlegur pútter fyrir þráðbein köst. Diskurinn er einn „beinasti“ diskur sem er í boði frá Latitude 64° og það skilar sér í nákvæmari púttum..

 • Hraði (Speed): 2.0
 • Svif (Glide): 5.0
 • Beygja (Turn): -1.0
 • Svif (Fade): 1.0

Retro Burst plastið frá Latitude 64° er nýtt plast sem er sameinar gott verð, endingu og gott grip. Plastið er hannað til að líkjast því plasti sem diskarnir voru framleiddir úr á níunda áratugnum þegar frísbígolfið var að komast á flug.

Fyrir þá sem vilja kynna sér eiginleika frisbígolf diska betur, viljum við benda á mjög góða grein frá ÍFS:

Eiginleikar Frisbígolf diska

Rétt er að taka fram að þó svo að um startpakka fyrir frisbígolf er að ræða og allir diskarnir henti byrjendum eru þetta allt saman diskar sem henta einnig þeim sem lengra eru komnir. Þetta eru því ekki eiginlegir byrjendadiskar heldur diskar sem þú getur alltaf treyst á.

Við mælum svo með því að skoða Slim Bag töskurnar frá Latitude 64° þegar verslaður er startpakki. Saman er þetta fullkominn frisbígolf-pakki á aðeins 10.000 kr.

Það eru engar umsagnir til að sýna

Þér gæti einnig líkað við…