Lýsing
Glæsilegar frisbígolfkörfur frá Latitude 64°. Hannaðar í Svíþjóð til þess að þola allskonar veður. Keðjurnar og staurinn eru galvaniseraðar, toppurinn og karfan eru zinc húðaðar og duft húðaðar (e. Powder Coated) til að auka vörn og gefa glæsilegt útlit.
Pro Basket Elite er samþykkt sem keppniskarfa af PDGA, Professional Disc Golf Association.
Karfan hefur tvær raðir (ytri og innri) af keðjum sem hanga sitt á hvað til að minnka líkur á því að diskurinn kastist út. Keðjuraðirnar eru 14 í stað 12 sem eru á öðrum körfum, til að minnka bilið á milli keðjanna og minnka líkurnar á að diskurinn fari í gegnum keðjurnar.
Körfurnar koma með varanlegum festingum fyrir steypu en hægt er að fá aukalega ferðafót.
Hafið samband í tölvupósti á fuzz[hjá]fuzz.is eða í síma 666-6660 fyrir verðtilboð.
helstu mál og stærðir (Samansett)
Hæð: 138 cm
KARFA
Hæð frá jörðu: 82 cm
Dýpt: 21,5 cm
Ytra þvermál: 69 cm
Möskvastærð í körfu: 17,3 cm
Teinabil í körfu: 13 cm
Marksvæði (e. Target zone): 48,5 cm
TOPPHLUTI
Þvermál: u.þ.b.. 59,5 cm
Möskvastærð: u.þ.b. 19,3 cm
ÞYNGD
28 KG