Hive – Disc Claw (Diskaveiðikló)

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Flestir frisbígolfarar kannast við að hafa kastað disknum í vatn einhvern tímann og þurft að vaða eftir honum, með tilheyrandi veseni. Diskaveiðiklóin er komin í sölu hjá Fuzz Frisbígolfverslun til að auðvelda þér að endurheimta diskana þína.

Diskaveiðiklóin nælir í diska á efri og neðri hlutanum þegar hún er dregin í land, sem gerir henni kleift að ná diskum sem hvíla á mismunandi vegu í vatninu. Diskaveiðiklóin hrærir mun minna upp í botninum heldur en sambærilegir diskaveiðarar, þannig að vatnið verður ekki eins gruggugt.

Hægt er að brjóta diskaveiðiklónna saman, þannig að hún taki sem minnst pláss og passar þannig í langflestar töskur. Langi spottinn sem festur er í klónna er með hring á endanum svo að diskaveiðimaðurinn missi ekki takið.

Náðu fleiri diskum til baka á einfaldan og þægilegan hátt, svona græja getur verið mjög fljót að borga sig upp!

Það eru engar umsagnir til að sýna